21.3.2014

Þrjú þingmál tengd aðildarviðræðum við ESB til umsagnar

Utanríkismálanefnd Alþingis gefur þeim sem þess óska kost á að senda skriflegar athugasemdir við eftirtaldar þingsályktunartillögur sem nefndin hefur nú til umfjöllunar:

um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki, þingskjal 635, 340. mál,

um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, þingskjal 641, 344. mál og

um formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar, þingskjal 656, 352. mál.

Nefndin veitir viðtöku umsögnum og erindum frá félögum, samtökum og einstaklingum á netfangið erindi@althingi.is.

Umsagnir og erindi þurfa að berast nefndinni á rafrænu formi fyrir 8. apríl nk. Ekki er hægt að tryggja úrvinnslu umsagna sem berast eftir þann tíma.

Leiðbeiningar um ritun umsagna.